fimmtudagur, mars 23, 2006
Það viðurkennist formlega hér og nú: Ég hef gefist upp. Þrátt fyrir að hafa svarið þess dýran eið að láta aldrei nudda á mer rassinn þá hef ég gefist upp. Ég er lika búin að vera með þennan verk ansi lengi. Ég sumsé gafst upp og pantaði tíma hjá lækni. Timinn var í dag og ég tilkynnti lækninum formlega að yfirlýst markmið mitt með heimsókinni væri að væla út sjúkraþjálfun. Hann var voða ánægður að heyra það, sjúklingar eiga víst stundum efitt með að koma út sér hvað þeir vilja. Þetta var voða næs læknir. Það er að vísu talsverð bið í sjúkraþjálfun en hann skrifaði upp a töflur fyrir mig. Ég hef fengið Voltaren Rapid við þessu áður en þótt þær slægju a verkinn þá kom hann bara aftur þegar þær voru búnar. Þessi læknir lét mig fá einhverjar aðrar svo ég prófa að éta þær. Það er enginn rauður þríhyrningur á þeim svo þær hljóta að vera meinlausar. En alla vega, rassinn minn er kominn á biðlista í sjúkraþjálfun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Ég vona að sjúkraþjálfarinn verði mjúkhent(ur) og góð(ur) við þig. Minn sjúkraþjálfari er svo vondur við mig að mig er farið að hlakka til þess að heimsækja tannlækninn! :)
SvaraEyða