mánudagur, febrúar 05, 2007
Ég er algjörlega sannfærð um að ég sé fórnarlamb svívirðilegra tryggingarsvika. Að hér í fyrndinni hafi skólatannlæknirinn misnotað sér ungan aldur minn (og væntanlega annarra) og gert við mun meira og fleiri tennur en nauðsynlega þurfti.
Þegar ég var á milli sex og sjö ára gömul gerði skólatannlæknirinn við alla jaxlana í mér. Sjö ára með silfur í öllum jöxlum. Sannfærð um að ég væri með ónýtar tennur. Dásamlegt alveg. Stórt ör á sálinni btw. Nema hvað að eftir því sem árin liðu þá þurfti ekki að gera við neitt mikið meira. Eitthvað aðeins en iðulega var ekkert skemmt. Litla systir fer í þennan sama skóla og svo heyri ég af því að hún og einhverjir aðrir nemendur neiti að fara til þessa tannlæknis og uppástanda það að hann geri við heilar tennur. Ég spái ekki mikið í þetta en er komin með það á bak við eyrað. Um tvítugt þarf að laga allar hel.. fyllingarnar enda kominn á þær tími. Þáverandi tannlæknir tekur myndir og þá sé ég að allt silfurstellið er bara örþunn slikja á jöxlunum. Þarna er ég eiginlega alveg orðin sannfærð. Svo líður tíminn eins og gengur og fæ eina og eina holu eins og gengur.
Núna er ég komin með enn einn tannlækninn og í fyrstu skoðun talar hann um það að það sé leiðinlega mikið viðgert því tennurnar eru frekar hressilegar. Í dag fór ég svo í formlega myndatöku og hann var bara alveg bit, þetta var bara miklu betra en hann bjóst við miðað við hvað er mikið viðgert. Ástandið á tönnunum og viðgerðirnar fara greinilega ekki saman, þetta passar ekki. Ég finn að þetta fer nett í taugarnar á mér og ég er að hugsa um að elta uppi þessa mannfýlu og neyða hana til sagna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli