Þorrablót Aðaldæla fór fram í gær. Þar sem talsvert var hlegið þá ætla ég að uppljóstra því að ég átti þátt í handritinu. Það er mjög taugatrekkjandi að sitja úti í sal með fimm hundruð manns og bíða eftir hlátri. Úff..
Það er þögul barátta í gangi á heimilinu. Ég er algjör draslari en Braveheart er mun snyrtilegri. Hann segir hins vegar aldrei eitt einasta orð um ástandið. Og ef honum er farið að blöskra rykrottugangurinn þá dregur hann bara fram ryksuguna og ryksugar sjálfur. En núna er ákveðið mál komið í gang. Í sumar dró ég inn borð til að púsla á. Púslið lá lítið púslað á borðinu mánuðum saman þar til ég setti það aftur í kassann til að borða við á gamlárskvöld. Eftir að borðið losnaði er Braveheart að reyna að eigna sér það.Hann þarf að halda bókhald og skrifa reikninga og svoleiðis. Hans mistök eru hins vegar þau að hreinsa borðið alltaf á milli þannig að það er autt borð á mínu heimili. Það gengur auðvitað engan veginn upp. Í gær setti ég fullt af geisladiskum á borðið og í dag er búið að raða þeim snyrtilega upp á borðbrúnina. Ég er að velta fyrir mér hvort við séum komin á það stig að þurfa að setja reglur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli