Þar fyrir utan hef ég alltaf litið á þessa peninga sem eign þjóðarinnar og drengina ekkert annað en ótýnda þjófa.
laugardagur, október 04, 2008
Endurgreiðsla
Fyrir ca. 10 árum fengu litlir strákar banka á tombóluprís til að leika sér. Leika sér með peninga almennings, peningana okkar. Það var bullandi góðæri í öllum hinum vestræna heimi og menn hefðu þurft að vera verulega illa heimskir til að klúðra málum. Þar sem litlu strákunum tókst ekki að klúðra málunum þá verðlaunuðu þeir sjálfa sig ótæpilega. Ár frá ári verðlaunuðu þeir sig því meir þar til tölurnar voru orðnar fáránlegar. Svo fáránlegar að venjulegt fólk nær ekki utan um þær. Nú er það komið í ljós að litlu strákarnir voru ekki nándar nærri jafn klárir og þeir héldu. Því þykir mér eðlilegt að þessir drengir skili bónusum sínum og ofurlaunum sem þeir klárlega unnu aldrei fyrir og áttu aldrei skilið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli