,,Kreppan"

Það ku hafa verið mikið góðæri á landinu undanfarin ár. Ég hef ekki orðið vör við það. Kjarasamningurinn okkar hafði engin rauð strik og launahækkanir voru minni en verðbólgan.
Það var samið um launahækkanir í sumar svo mér sýnist við séum talsvert að halda í við verðbólgu. Mér finnst það bara nokkuð sanngjarnt fyrst við fundum ekkert fyrir góðærinu að kreppan fari fram hjá okkur líka.
Ég finn sem sagt, enn sem komið er, ekki mikið fyrir þessari ,,kreppu". Nú ætla ég ekki að bara saman kreppuna miklu og ástandið núna, heimurinn er breyttur og eðlilegt að viðmið fólks breytist.
En er ástandið svona slæmt? Það er vissulega ekki gott en miðað við fréttir þá virðist allt vera á heljarþröm. Eru fjölmiðlar að fara offari í fréttaflutningi sínum? Það dynja á landsmönnum hver dómsdagsfréttatíminn á fætur öðrum. Er allt að fara til helvítis eða eru fréttamenn að færa í stílinn?

Ummæli

  1. Ég er að hugsa um að sækja um undanþágu frá kreppunni, þar sem ég naut ekki góðærisins!

    En vissulega er það alvörumál þegar húsnæðislán fólks hækka um margar milljónir á ári og eign þess í húsnæðinu þurrkast út. Svo munar það líka miklu fyrir marga, t.d. barnmargar fjölskyldur, hvað matvara hefur hækkað mikið.

    Bensínverðið kemur líka illa við fólk, sérstaklega þá einstaklinga sem þurfa að fara langar leiðir í vinnu og/eða búa þar sem engar almenningssamgöngur eru.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir