Núna kemur okkur það við

Þegar að bankastrákarnir voru á mesta trippinu þá var allri gagnrýni svarað á þá leið að almenningi kæmi þetta bara ekkert við. Ofurlaun og bónusar út úr kortinu komu okkur bara ekkert við af því að þetta væru sko einkafyrirtæki. Risapartý á erlendri grundu með stórstjörnum kom okkur vissulega ekkert við. Einhver hjá þáverandi KB banka lét það út sér að hann nennti ekki að hlusta á öfundsjúka smáborgara þegar hann fékk Elton John til að syngja í afmælinu sínu.
Núna þegar þeir eru búnir að klúðra öllu hverjir sitja þá uppi með skellinn? Við.
Núna eigum við að gjöra svo vel að borga brúsann.

Hvar ætli að ofurlaunin og bónusarnir þeirra séu? Sviss eða Cayman eyjum?

Ummæli

  1. Þar einhvers staðar, það er bókað.

    Ég reifst við hagfræðing, vin okkar, um þessi ofurlaun, hann vildi meina að þau væru fullkomlega eðlileg, þar sem svoleiðis fyrirfyndist í útlöndum. Ég: Og???

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir