miðvikudagur, október 08, 2008

,,Vinir okkar Bretar"

Þegar forsætisráðherra Breta er með dónaskap í okkar garð í beinni útsendingu og hóta málshöfðunum þá getur hann bara étið það sem úti frýs.
No friends of mine, the bloody British..

4 ummæli:

 1. Þú ættir nú að endurskoða þetta hjá þér. Forsætisráðherra Breta sagði þetta eftir að Davíð Oddsson hafði lýst því yfir að það yrði aldrei borgað nema 5 - 15% af skuldbindingum íslenska ríkisins við sparifjáreigendur hjá ICEBANK (vel að merkja skuldbindingar ríkisins ekki bankans). Fjármálaráðherrann Darling sagði svo að hann hefði í samtali við íslenksa ráðamenn fengið þær upplýsingar að ekki stæði til að standa við þessar skuldbindingar (þ.e. bankatryggingun).
  Ég stend 100% með þeim Brown og Darling þarna, enda bar Geir þetta allt saman til baka á blaðamannafundinum áðan. Samt datt engum í hug að spyrja hann við hvaða íslenska ráðamann Darling hefði verið að tala!
  Davíð Oddsson olli þarna alvarlegri milliríkjadeilu þar sem eitt land hótaði öðru málssókn. Menn hafa verið reknir fyrir minna tilefni.

  SvaraEyða
 2. Nup. Still don't like the bloody british.

  SvaraEyða
 3. Prinsipkona :-)

  EN ég tek undir að menn hafa verið reknir fyrir minna tilefni.

  SvaraEyða
 4. Svo virðist sem Darling hafi talað við Árna Mathiesen, fjármálaráðherra og dýralækni.

  spurning hvort að þar sé ekki sá sem á að beina reiðinni að, ásamt Davíð.

  SvaraEyða