sunnudagur, desember 07, 2008
Hin aldurhnigna móðir
Ég vil barninu mínu allt hið besta og les mér því til um uppeldi. Í einni bókinni er mælt með því að maður syngi fyrir barnið og fari með þulur. Ég man enga texta svo ég dreg fram Skólaljóðin góðu (sem ég skil ekki af hverju er hætt að kenna). Ég fletti í gegnum hana og syng sumt og fer með annað. Þar sem ég er að þruma Gunnarshólma yfir drengnum lýstur allt í einu niður í huga minn: ,,Aumingja barnið. Það er nógu slæmt að eiga gamla mömmu. En að eiga gamaldags gamla mömmu hlýtur að vera voðalegt!"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli