Hin aldurhnigna móðir

Ég vil barninu mínu allt hið besta og les mér því til um uppeldi. Í einni bókinni er mælt með því að maður syngi fyrir barnið og fari með þulur. Ég man enga texta svo ég dreg fram Skólaljóðin góðu (sem ég skil ekki af hverju er hætt að kenna). Ég fletti í gegnum hana og syng sumt og fer með annað. Þar sem ég er að þruma Gunnarshólma yfir drengnum lýstur allt í einu niður í huga minn: ,,Aumingja barnið. Það er nógu slæmt að eiga gamla mömmu. En að eiga gamaldags gamla mömmu hlýtur að vera voðalegt!"

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir