Uppsagnir í grunnskólum

Mér er um og ó vegna uppsagna þriggja grunnskólakennara og eins skólaliða  í Hrafnagilsskóla. Aðallega vegna þess auðvitað að ég er nýjasti kennarinn í mínum skóla og þ.a.l. efst á aftökulistanum.
Hins vegar finnst mér undarlegt að ríki og sveitafélög séu að skera niður. Lausnin á kreppunni miklu (hinni fyrri) var einmitt að hið opinbera jós út peningum. Þá finnst mér líka skrítið að sveitafélag skuli grípa til þessara aðgerða þar sem sú hætta hlýtur að vera til staðar að fólk flytji í burtu.

Ummæli

  1. Já - þetta voru heldur nöturlegar fréttir.

    SvaraEyða
  2. Það sama er að gerast hér í Copavogure (a.k.a. Romainville í Frakklandi), öllum til mikillar hrellingar. Alls konar niðurskurðarkjaftæði með tilheyrandi óhugnalegum uppsögnum einstæðra mæðra o.s.frv. Ég held að krísan sé komin til að vera og ekki sé lengur spurning um að halda í fólk, bara spurning um að ekki sé lengur hægt að velta neinu því peningastraumurinn er blokkeraður í einhverri skattaparadís.

    SvaraEyða
  3. já, glatað! Klárt að það á að halda uppi atvinnubótavinnu, frekar en hitt, þrátt fyrir að það þýði hærri skatta.

    SvaraEyða
  4. En má segja upp fólki í fæðingarorlofi?

    SvaraEyða
  5. Helst ekki en í svona árferði...
    Annars hef ég svo sem ekki áhyggjur af því að vera sagt upp í orlofinu. Ég hef áhyggjur af hvað gerist þegar því lýkur.

    SvaraEyða
  6. Fólk er ósammála um hvort Keynesismi (það að hið opinbera ausi út peningum í kreppu) virki eða ekki.

    Fólk hlýtur þó að geta verið sammála um að í kreppu eigi alls ekki að skera niður í menntamálum því menntun eða þekking er fjárfesting sem heldur verðgildi sínu (ólíkt hlutabréfum) og er leið okkar út úr kreppunni.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir