Af hverju er ég að rifja þetta upp? Jú, núna um helgina fékk ég friend request frá þessari manneskju á Facebook.
mánudagur, febrúar 09, 2009
Gamlar minningar
Þegar ég var á milli 9 og 11 ára þá var ég lögð í einelti í skólanum. Nú er orðið svo langt síðan að ég man þetta ekki vel sem betur fer en ákveðnir hlutir sitja þó í mér. Ég var uppnefnd og mig minnir að nokkuð margir hafi tekið þátt í því. Mér eru þó sérstaklega minnistæðir tveir krakkar, strákur og stelpa, sem voru forsprakkar í þessu. Stelpan gekk skrefinu lengra og nánast allan 10 ára bekkinn sat hún fyrir mér á leiðinni heim með aðra stelpu í eftirdragi og var með svívirðingar og leiðindi alla leiðina heim. Stelpurnar í bekknum stofnuðu saumaklúbb sem ég fékk ekki að vera með í strax en var samt boðið með fljótlega. Stelpan var með í þessum saumaklúbb og einhvern veginn æxlaðist það svo að ég bauð henni að gera í minningabókina mína sem og hún gerði. Það var náttúrulega ekkert nema skítur og drulla sem ég fékk yfir mig þar. Saumaklúbburinn var að hittast þegar hún skilaði þessu og stelpurnar spurðu af hverju hún hefði gert þetta. Henni fannst það bara alveg sjálfsagt, ég var svo ömurleg og leiðinleg að ég ætti þetta bara skilið. Mig minnir að það hafi verið fyrir 12 ára bekkinn sem að hún flutti úr hverfinu og ég losnaði við hana úr lífi mínu. Af okkar kynnum var ég þeirri stund fegnust.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Jahá. Ég vona að þú hafir ignorað hana.
SvaraEyðaÉg fékk einmitt beiðni um vináttu frá konu sem hefur elskað að hata mig í langan tíma. Hún er í raun að reyna að leggja mig í einelti, en landfræðileg fjarlægð og fleira gerir það að verkum að henni verður lítið ágengt. Þetta á Facebook er mjög merkilegt, því fyrst neitaði ég syni hennar um vináttu og tveimur dögum síðar henni.
ótrúlegt lið! Gott að þú losnaðir við hana þarna í 12 ára bekk.
SvaraEyðaHæ, hæ!
SvaraEyðaHrikalegt að lesa þetta. Maður vissi náttúrulega að einelti var til, en ég hélt ekki að það hefði verið í okkar bekk. En ég var reyndar bara þarna í fimmta og sjötta bekk(og kom utan af landi og féll kannski ekki alveg nógu vel inní hópinn sjálf) svo ég vissi ekki um það sem á undan gekk. Mér fannst þú svo töff sem þorðir að hafa þinn eigin stíl, yrkja ljóð og hafa eigin skoðanir, ekki eins og allir aðrir. Mér þykir þetta leitt fyrir þína hönd, svona lagað setur alltaf sín spor. Það hefur líklega ekki verið gert mikið í málunum í skólanum á þessum árum. Litla systir mín var lögð í einelti af kennaranum sínum árin 1988-89. Mamma hélt fyrst að hún væri að búa þetta til, en þegar vinirnir og foreldrar þeirra sögðu sömu sögu þá fór hún að trúa þessu og talaði við skólastjórann sem gerði ekki mikið. Hann viðurkenndi að þetta væri ekki nýtt vandamál með þennan kennara, það væri alltaf einhver sem lenti í henni og þeir hefðu talað við hana mörgum sinnum og hún ætlaði að bæta sig... Sem betur fer fluttum við svo hún losnaði við þennan kennara.
Það hlýtur að hafa verið góð tilfinning að loka á hana á Facebook.
Gangi þér allt í haginn.
Kveðjur,
Þórdís.
Andlitsbókin er undarlegur staður.
SvaraEyða