Tók mig til og skúraði um daginn með fatlafólið í eftirdragi. Við fundum glaðninga í nokkrum hornum sem hann þurfti að þefa af og var alveg anduktugur af hneykslan. ,,OMG! Það hefur einhver kúkað á gólfið!" Já, hugsa sér. Hver ætli að hafa gert það?
En það heyrir sem sagt til stórtíðinda að hann er búinn að læra á kassann! Þannig að við erum klárlega komin með heimiliskött. Það verður þá væntanlega að fara að kalla hann eitthvað annað en fatlafól eða drulluspaða.
Stevie (Wonder)?
SvaraEyða