föstudagur, maí 09, 2014

Takk elskan, en þú þarft ekki að mála heiminn fyrir mömmu.

Við mæðginin erum að hlusta á tónlist og reyna að halda við gömlum lögum. Eitt af lögunum sem eru á mörgum barnaplötum er Ég skal mála allan heiminn.
Við syngjum þessi lög flest alveg hugsunarlaust en um daginn fór ég að velta þessum texta fyrir mér.
Í fyrsta lagi þá er það ekki í verkahring barnanna minna að gera mig hamingjusama. Það er mitt vandamál.
En þessi texti fjallar um eitthvað hrikalegt trauma.
Mamman er fátæk:
Litlu blómin, sem þig langar til að kaupa,
skal ég lita hér á teikniblaðið mitt.
 Hún er sorgmædd og grætur:
Mamma ertu sorgmædd seg mér hvað er að 
sjálfsagt get ég málað gleði yfir það 
ótal fagra liti á ég fyrir þig
ekki gráta mamma - brostu fyrir mig

Og dagar hennar eru dimmir:
Ég skal mála allan heiminn elsku mamma,
eintómt sólskin, bjart og jafnt.
Þó að dimmi að með daga kalda og skamma,
dagar þínir verða ljósir allir samt. 

Mér finnst það nokkuð ljóst að vesalings konan er afar vansæl eða á hreinlega við þunglyndi að stríða. Og að vera syngja um það með einhverri gleði í barnalagi að blessað barnið upplifi sig ábyrgt fyrir hamingju móður sinnar sé kannski bara ekkert alveg í lagi!



1 ummæli:

  1. Eins og þetta er fallegt lag - þá hefur mér alltaf þótt það hrikalega sorglegt. Eimitt algerlega vonlausar aðstæður fyrir aumingja barnið.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...