Þessi brandari var á Fésbókinni í dag. Mér fannst hann óheyrilega fyndinn enda með snert af skepnuskap í sálarflækjunum.
Fékk mig samt til að hugsa. Ekki eitthvað nýtt og júník heldur svona viðvarandi hugsun sem skýtur annað slagið upp kollinum. Svona re-run thought.
Þannig er mál með vexti að ég eldist með hverjum degi sem líður, sem þýðir líka að styttist í annan endann. Stundum hættir hugsunin þarna og ég verð miður mín og þarf að fá mér súkkulaði en ekki alltaf. Stundum heldur hún áfram. En svo ég komi mér nú að þessu þá er ég komin að þeim tímapunkti í lífi mínu að ég hef verið lengur á jörðinni en J-oðin, Kurt og Amy. Ég hef verið lengur á yfirborði jarðar en Jesú, Byron lávarður, John Lennon og Elvis Presley. Og hvað hef ég afrekað í lífinu? Eiginlega bara ekki neitt. Núna myndu margir vilja staldra við og nefna börnin. Og vissulega eru þau afrek út af fyrir sig. Þau eru alveg tvímælalaust hamingja mín og tilgangur tilveru minnar en þið vitið... Það eru ofsalega mikið af fólki sem á börn svo það er kannski ekki beinlínis svona sérstaklega sérstakt. Ég er farin að hljóma alveg rosalega vanþakklát en you get the point. Janis Joplin átti t.d. engin börn en við vitum samt öll hver hún var. Anyways...
Það eru margir sem vilja reisa sér minnisvarða og sumum tekst það með listsköpun eða einhverjum, humm, afrekum... Því miður vilja allir menntamálaráðherrar reisa sér minnisvarða með nýrri námsskrá eða grundvallarbreytingu á skólakerfinu en það er efni í annan pistil.
Hins vegar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé í rauninni til lítils að reisa mér e.k. minnisvarða með einhverju afreki svo eftir mér verði munað um alla eilífð. Ég verð nefnilega alveg jafn dauð eftir sem áður.
Sumir eru ógeðslega frægir svona rétt á meðan þeir tóra en svo falla þeir í gleymskunnar dá. Það hlýtur nú samt að vera betra en að verða fræg/ur eftir dauða sinn og hafa aldrei neina hugmynd. Ekki nema að það sé huggun harmi gegn á meðan maður treður hreinsunareldinn í helvíti.
Jæja, nú er ég að verða glúmí svo það er best að kanna súkkulaðibirgðarnar.
Þessi færsla var í boði ÍSL 303 í FSH sem ákvað að nenna ekki að leika Njálu lengur svo kennarinn græddi óvænt kvöldfrí.
Fékk mig samt til að hugsa. Ekki eitthvað nýtt og júník heldur svona viðvarandi hugsun sem skýtur annað slagið upp kollinum. Svona re-run thought.
Þannig er mál með vexti að ég eldist með hverjum degi sem líður, sem þýðir líka að styttist í annan endann. Stundum hættir hugsunin þarna og ég verð miður mín og þarf að fá mér súkkulaði en ekki alltaf. Stundum heldur hún áfram. En svo ég komi mér nú að þessu þá er ég komin að þeim tímapunkti í lífi mínu að ég hef verið lengur á jörðinni en J-oðin, Kurt og Amy. Ég hef verið lengur á yfirborði jarðar en Jesú, Byron lávarður, John Lennon og Elvis Presley. Og hvað hef ég afrekað í lífinu? Eiginlega bara ekki neitt. Núna myndu margir vilja staldra við og nefna börnin. Og vissulega eru þau afrek út af fyrir sig. Þau eru alveg tvímælalaust hamingja mín og tilgangur tilveru minnar en þið vitið... Það eru ofsalega mikið af fólki sem á börn svo það er kannski ekki beinlínis svona sérstaklega sérstakt. Ég er farin að hljóma alveg rosalega vanþakklát en you get the point. Janis Joplin átti t.d. engin börn en við vitum samt öll hver hún var. Anyways...
Það eru margir sem vilja reisa sér minnisvarða og sumum tekst það með listsköpun eða einhverjum, humm, afrekum... Því miður vilja allir menntamálaráðherrar reisa sér minnisvarða með nýrri námsskrá eða grundvallarbreytingu á skólakerfinu en það er efni í annan pistil.
Hins vegar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé í rauninni til lítils að reisa mér e.k. minnisvarða með einhverju afreki svo eftir mér verði munað um alla eilífð. Ég verð nefnilega alveg jafn dauð eftir sem áður.
Sumir eru ógeðslega frægir svona rétt á meðan þeir tóra en svo falla þeir í gleymskunnar dá. Það hlýtur nú samt að vera betra en að verða fræg/ur eftir dauða sinn og hafa aldrei neina hugmynd. Ekki nema að það sé huggun harmi gegn á meðan maður treður hreinsunareldinn í helvíti.
Jæja, nú er ég að verða glúmí svo það er best að kanna súkkulaðibirgðarnar.
Þessi færsla var í boði ÍSL 303 í FSH sem ákvað að nenna ekki að leika Njálu lengur svo kennarinn græddi óvænt kvöldfrí.
Ég kannast við svona hugsanir eins og þú lýsir í færslunni :) En aðalerindi þessara ummæla var að lýsa því yfir hve mér finnst þetta flott verkefni, að gera leikrit úr Njálu, og hvað það er vellukkað (renndi yfir textann). Til hamingju með það.
SvaraEyðaTakk fyrir það :)
SvaraEyða