miðvikudagur, desember 03, 2014

Drama, maður, drama

Dregur nú til tíðinda, boðaður aukafundur í sveitarstjórn þar sem ekkert er á dagskrá annað en ákvörðun um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla. Íbúar ætla að fjölmenna. Dálítið leikræn tilþrif, svona...
Skömminni skárra samt en lauma því undir liðinn Fundargerð fræðslunefndar eins og þau gerðu með upphaflegu sameininguna.
Bara svona af því að mér er svo mikið í mun að hlutirnir fari rétt og propper fram þá langar mig að minna á 20. grein sveitarstjórnarlaga en þar segir m.a.:
Í öðrum tilvikum en skv. 1. mgr. ber sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Þessi regla tekur einnig til gerðar samninga fyrir hönd sveitarfélags.
Það er alveg á tæru að einn fulltrúi er vanhæfur og ég tel fyllstu ástæðu til að ætla að tveir aðrir séu það líka.
Ég hef skrifað um þetta áður, sjá hér.
Þá er hér úrskurður í nokkuð svipuðu máli.
Druslist nú til að gera þetta rétt svo það sé hægt að ljúka þessari endaleysu.
Engin ummæli:

Skrifa ummæli