föstudagur, maí 27, 2016

Störf og mannaráðningar

Undanfarin ár hefur verið starfandi í einum manni veitustjóri og umsjónamaður eigna í Þingeyjarsveit. Nýverið ákvað sá maður að minnka við sig og verða aðeins veitustjóri í hlutastarfi. Eins og segir í bréfinu þá var auglýst eftir starfskrafti til að sinna restinni af verkunum en einhver endurskipulagning starfssviða stóð til.
Þann 26. apríl síðastliðinn auglýsir Þingeyjarsveit laust til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna og framkvæmda hjá sveitarfélaginu. Ekki er sagt hversu stórt starfshlutfallið er og þykir mér þá eðlilegt að ætla að um fullt starf sé að ræða. Þar sem ég hef ekki séð neitt um endurskipulagningu starfssviða þykir mér líklegt að stjórnsýslan sé að stækka við sig enda yfirbygging sveitarfélags aldrei of stór. 
Þann 20. maí síðastliðinn er okkur svo sagt hver var ráðinn.
Þetta virðist hinn ágætasti maður, ungur og efnilegur. Ég skal þó viðurkenna að ég undrast tvennt: 
Ungi maðurinn er með sveinspróf í húsasmíði ekki meistararéttindi. Sótti enginn með meistararéttindi um starfið?  Ég er dálítið hissa því ég held að séu hér í Þingeyjarsveit þó nokkrir iðnmeistarar.
Í öðru lagi þá er hann með BA í fjölmiðlafræði. Það er auðvitað hið besta mál og BA ritgerðin hans virðist mjög spennandi, femínísk og flott. Og ekki misskilja mig, ég vil endilega sem flesta og mesta femínista í Þingeyjarsveit. En, satt best að segja, þá átta ég mig ekki alveg á því á hvaða hátt fjölmiðlafræðin kemur til með að nýtast umsjónarmanni fasteigna. Ég bara sé það ekki, ég verð að viðurkenna það. En auðvitað veit ég ekki allt né skil og eflaust er veigamikil ástæða fyrir nauðsyn fjölmiðlafræðinnar. Þá er auðvitað alltaf gott að hafa menntað fólk innan stjórnsýslunnar. Næst er kannski hægt að ráða iðnaðarmann með siðfræðimenntun aukreitis. Bara hugmynd.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...