þriðjudagur, mars 19, 2019

Varðandi bloggið


Okkur fóru að berast sögur og frásagnir um ástandið á Hálsi sem voru ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Reyndist H hafa farið á bæi og/eða rætt við sveitunga og sagt sína sögu, algjörlega á sínum forsendum og fegrað sinn hlut verulega.
Vissulega gætum við farið á milli bæja líka og sagt söguna út frá okkar forsendum á bak við luktar dyr. Hins vegar finnst okkur heiðarlegra að vera með málflutninginn opinberan og skriflegan, studdan gögnum. Skrifleg frásögn breytist ekki í meðförum, hún breytist ekki eftir því hvernig vindar blása eins og munnleg frásögn.*
Vissulega vita sveitungar okkar um hvern ræðir.  Þetta sama fólk hefur líka heyrt hans frásögn af atburðum. Fyrir utan það brotabrot sem í okkur hefur verið borið, og hefur reynst rangt,  vitum við ekki hvernig hann segir söguna. Hann veit hins vegar nákvæmlega hvernig við segjum söguna.
Að hafa frásögnina skriflega auðveldar gagnrýnendum að rýna frásögnina og bera á móti.
Það er auðvelt að stofna blogg og geta bæði H og G stofnað sitt eigið blogg og mótmælt því sem við erum að segja.
Hins vegar hefur frásögninni sem slíkri aldrei verið mótmælt. Því hefur aldrei verið haldið fram að rangt sé meðfarið.** Megin áhersla hefur verið lögð á að frásögnin hverfi, að við þegjum. Af hverju skyldi okkar hlið ekki mega heyrast?


* Kosturinn er sá að fólk er farið að taka eftir að hann er tví-, þrí- og fjórsaga.
** Reyndar nefnt en ekki hvað væri rangt. Mér vitanlega og skv. bestu samvisku er rétt með farið sbr:





Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...