sunnudagur, nóvember 10, 2002

Indælis helgi. Svaf allan laugardaginn og ligg bara í leti núna. Enda dauðþreytt, hef ekkert hvílst í hálfan mánuð því ég eyddi síðustu helgi í tóma tjöru. (Dauði og djöfull!!!) Jæja, það þýðir ekkert að gráta yfir því núna. Var að glápa á viltu vinna milljón. Mikið voðalega fara þessir kallar í taugarnar á mér sem halda að þeir séu alveg óskaplega fyndnir og eyða tíma í endalaust kjaftæði. Það á sko aldeilis að nýta sér þessar 15 mínútur. Halda þeir að þeir verði uppgötvaðir eða eitthvað?
Sá í Fréttablaðinu að Árni Nonsense er í alvöru að spá í framboð. Hefur maðurinn enga sómatilfinningu?
Nenni ekki að skrifa meira núna, þarf að skila spólu á leiguna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli