Strætóbílstjórar eru yfirleitt alveg ágætis fólk.Nema hvað, nokkrir þurfa endilega að sýna vald sitt. Ef maður situr fremst þá er náttúrulega þægilegast að fara út um fremstu dyrnar þó svo að þær séu formlega inngangur. Í morgun tek ég mér þetta bessaleyfi og mannfýlan opnar ekki nema aðra hurðina svo ég þurfi nú alveg örugglega að bíða eftir öllu fólkinu sem er að koma inn! Ég get bara ekki séð hvað er svona erfitt. Og hvaða kikk fær maðurinn út úr þessu? Til að bæta gráu ofan á svart þá var ég næstum búin að drepa mig þegar ég hljóp yfir götuna. Leit til vinstri en klikkaði alveg á því að líta til hægri. Klukkan rétt orðin átta og dagurinn byrjaði svona.
Krakkarnir í bekknum mínum tóku upp á þeim óskunda að vera óþekkir svo ég er bæði hás af öskrum og með harðsperrur í handleggjum eftir dvergakastið út úr stofunni.
Hinir bekkirnir tóku náttúrulega eftir því að ég var alveg hvínandi og höfðu mjög gaman af. Ég deildi þeirri gleði ekki með þeim. Ætla sko að kenna þeim eitthvað voðalega erfitt.
Var að lesa Kular af degi eftir Kristínu Marju. Hún skrifar líka Mávahlátur sem ég er löngu búin að lesa en börnin varla byrjuð á. (Ég er svo hneyksluð að ég næ ekki upp í nefið á mér.) Þórsteina Þórsdóttir er héðan í frá hetja mín og fyrirmynd. Stefni að því með öllum ráðum að verða virðuleg kennslukona eins og hún. Í tilefni þess reyndi ég að moka flórinn heima hjá mér en gafst fljótlega upp á því. Ég er gjörsamlega vonslaus húsmóðir. Hins vegar tók ég Íslenska málfræði með mér í rúmið, legg ekki alveg í orðabækurnar strax. Björn Guðfinnsson skrifaði málfræðina og ég rakst á þessa setningu: ,,Sögnin að ske er útlendur slæðingur og vart rithæf." Algjör dásemd.
mánudagur, nóvember 11, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli