Það er búið að trufla mig svo mikið með vinnu í dag að ég hef bara ekkert komist til að blogga. Ég næ greinilega ekki heldur í bankann, launþeganum mínum til mikillar mæðu. Er ég þó búin að lofa bót og betrun nokkrum sinnum. Núna þarf ég að fara í felur aftur og enn einu sinni.
Börnin eru að ná sér eftir jólablúsinn og að komast í fyrra form. Ég er ekki ánægð.
Lenti í því fyrir jólin að ég var komin með nöldurtón í röddina. Var að reyna að fá börnin til að vinna en líka að reyna að vera góð við því, sem sagt að öskra ekki. Og þá small þessi líka fíni nöldurtónn inn. Ég varð gjörsamlega miður mín. Mér finnst nöldur vera kerlingarlegt þótt það séu til þvílíku karlkynsnöldurseggirnir að það hálfa væri nóg. Þótt ljótt sé frá að segja þá finnst mér oft vera beiskjusvipur á miðaldra konum. Maður sér það bara langar leiðir að þær eru ekki ánægðar í lífinu. Þetta eru auðvitað giftu konurnar. Svo þetta hræðilega nöldur. Konur detta sennilega í þetta af því að það er ekki ,,kvenlegt" að öskra eða reiðast. En nöldur er sá tjáningarmáti sem maður leiðir helst hjá sér. Það kemur fram í feminismanum að af því að það er ekki hlustað á konur þá annað hvort þagni þær eða endurtaki sig, nöldri sem sagt. Og af því að enginn nennir að hlusta á nöldur þá er það ákveðin þögn líka.
Einu sinni átti ég kærasta. (já, já, ég hef verið við karlmann kennd.) Ég ætlaði að vera voða góð við hann og gaf honum rándýr rimlagluggatjöld. Það lagðist að sjálfsögðu sendingarkostnaður við því við vorum úti á landi. Rimlatjöldin voru rifin upp til að skoða þau en voru svo bara látin liggja í reiðileysi dögum saman. Þar sem það þurfti að bora fyrir þeim og ég kann ekki á borvél þá átti hann að hengja þau upp. Fyrir nú utan að maðurinn var lærður smiður. Svo ég nefni það kurteislega hvort það eigi ekki að hengja upp tjöldin. Jú, jú, mjög fljótlega. Svo líður og bíður og ekkert gerist svo ég nefni þetta aftur. Þá lítur hann á mig glaðhlakkalegur og spyr: ,,Hva, ertu að fara að nöldra?" Eins og gefur að skilja entist sambandið ekki. Þannig að þið sjáið að konur eru settar í þá aðstöðu að nöldra.
þriðjudagur, janúar 14, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli