Ég stundaði miklar og erfiðar andlegar æfingar í gær. Ég hugsaði um lóðin. Undarlegt hvað það er miklu auðveldara að hætta e-u en að byrja á e-u. Það er t.d. mun auðveldara að hætta að reykja en að byrja að æfa. Hvurnig stendur á þessu? Þannig að ég er að hugsa um að hætta við að kaupa tölvu og fara í fitusog í staðinn.
Börnin eru brjáluð!!! Þar sem ég hef tekið einarðlega afstöðu gegn því að nöldra og öskra í staðinn þá er ég orðin illilega hás eftir daginn. Það versta við þetta er að ég er ekkert voðalega raddsterk. Í gegnum lífið þá hef ég bjargað mér með mein- og háðulegum athugasemdum en það gengur ekki alveg svona í grunnskóla. Þau eru svo viðkvæm greyin, maður má ekkert segja. Verst þykir mér að það er búið að afnema kennaraprikin. Ég sem hafði hlakkað þetta líka til að geta barið kennaraprikinu í borðið og vera með ,,hviss" og ,,hvass" yfir hausamótunum á þeim. Þessi djöfulsins sænska sálfræði þar sem allir eiga að vera svo góðir við alla.

Ái.. Súkkulaðikaka með kaffinu og ég alveg súkkulaðisjúk með afbrigðum. Ég stóðst freistinguna en erfitt var það. Það var einhvern tíma gerð rannsókn einhvers staðar þar sem það kom fram að konum þætti súkkulaði betra en kynlíf. Skil það vel, held ég gæti frekar lifað án karlmanna en súkkulaðis.
Ætli ég kvelji mig ekki í það að lappa heim. Athuga hvort ég sjái glitta í Stefán inn um safngluggana.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir