föstudagur, janúar 17, 2003

Jæja, þá er sem betur fer komið helgarfrí og maður getur lagst í rúmið. Ég er ekki alveg viss um hvort ég sé að leggjast í flensu eða hvort það er svona erfitt að losna við eiturefnin úr líkamanum. Það er alla vega hiti og hausverkur í gangi og nákvæmlega engin þolinmæði gagnvart föstudagsgalsanum sem tröllreið hér húsum.

Nemendur tilkynntu mér nokkrum sinnum í dag að ég væri svo leiðinleg. Mér er svo sem alveg sama þótt þeim finnist það enda kom ég ekki hingað til að fara í vinsældakeppni. En ástæðan fyrir því hvað ég er leiðinleg er sú að ég vil hafa vinnufrið í tímunum svo ég geti kennt þeim. Ef það eru hávaði og læti og ekkert heyrist í mér þá læra þau mest lítið, það segir sig alveg sjálft. Sömuleiðis ef þau eru að eyða tímanum í eitthvað allt annað en að vinna.

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé alltof mikið meinlæti að neita sér um súkkulaði líka. Líf mitt var komið á það stig að ég hefði getað gengið í klaustur án þess að nokkur breyting yrði á lífi mínu. Það er ótækt, svo súkkulaði er komið aftur á matseðilinn.

Sá í einkamálaauglýsingu að 1/4 þjóðarinnar væri einhleypur eða á lausu. Ég er sem sagt ekki eitthvað weirdo, gott að vita það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...