fimmtudagur, janúar 09, 2003

Það er foreldrafundur á morgun, þá get ég aldeilis básúnað mig út með hvað börnin eru óþekk. (he,he.) Nei, þau virðast líka vera haldin jólablús það eru ekki alveg sömu lætin og fyrir jól. Nema náttúrulega að ég sé svona úthvíld eftir fríið að taugarnar eru ekki lengur trekktar í botn. Enda gerði ég ekkert í jólafríinu nema reisa mig upp við dogg reglulega til að teygja mig í sælgætið. Ferlega er vont að verða gamall. Hér áður fyrr gat ég hakkað í mig Machintosh karmellurnar án vandkvæða en núna þarf ég að gæta þess vel að rífa ekki úr mér fyllingar eða brjóta krónísku tönnina. Svo steyptist ég út í bólum við sykurátið og fékk meltingartruflanir af öllu þessu þunga kjötáti. Sjæse!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...