föstudagur, janúar 10, 2003
Að endingu verð ég nauðsynlega að taka það fram að ég lét ekki kúga mig til reykleysis. Hvorki andlega né peningalega. Ég fann nefnilega lausn á málinu. Það eina sem ég hefði þurft að gera er að koma mér í samband við smyglara, sjóara t.d.nóg er af þeim, sem getur útvegað mér tóbak á lægra verði en gengur og gerist á Íslandi. Þá hefði ég get reykt eins og mér sýndist án þess að borga krónu til íslenska ríkisins. Orðið fárveik með lungnaþembu, hjartasjúdóm og krabbamein og legið inni á spítala í rándýrri meðferð án þess að hafa lagt til krónu til heilbrigðiskerfisins með reykingasköttum. Þá hefði ég sko hlegið hásum hlátri á milli hóstakastanna, dregið súrefniskútinn á eftir mér út á stétt og reykt mínar smygluðu sígarettur. Þegar ég hafði fattað þetta þá gat ég hætt að reykja, af því að það var mín ákvörðun en ekki annarra.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli