Þá er meinlætalifnaður hinn ógurlegi skollinn á. Reyklaus dagur nr.1. Ég er hætt að reykja og hætt að borða 2 kg. af súkkulaði á hverju kvöldi. Ég hef sem sagt enga ástæðu til að lifa lengur. Af hverju í ósköpunum er ég að leggja þetta á mig? Til þess að lifa lengur bara til að deyja ein og yfirgefin í hárri elli á kaldranalegri stofnun þar sem öllum er sama um mig. Óhh sígaretta, mín besta vinkona, hví hefur þú yfirgefið mig!!!
Þar sem summa lastanna er alltaf sú sama þá hef ég miklar áhyggjur af þeim löstum sem eiga eftir yfir mig að dynja. Mér virðist bara einn vera eftir sem kynlíf. Auk þess sem blóðflæðið verður víst svo miklu betra eftir að maður hættir að reykja. Ekki svo að skilja að ég sé neitt á móti því að stunda brjálað kynlíf en þar sem ég er allsendis ófær um að laða að mér karlmenn þá liggur í augum uppi að þetta er ákveðið vandamál. Ég hef engan áhuga á dauðu drasli, ég vil allan pakkann. Svona lifandi dæmi með húð, hár, hálsakot. Eitthvað sem fer vel í faðmi. (Verð að hætta á þessari línu núna annars þarf ég að fara í kalda sturtu.) Það er spurning hvort ég eigi að fara að auglýsa eftir mjög viljugum og þrekmiklum karlmanni bara svona til að komast yfir fráhvarfseinkennin.
Annars lýg ég því að ég geti ekki laðað að mér karlmenn, ég get bara ekki laðað að mér réttu karlmennina. Var með augastað á einum einu sinni og dældi út ferómóni sem lenti alls staðar annars staðar en á honum. Þeir sem ég vil vilja mig ekki og vice versa. Ég skil eiginlega ekkert í því hvað þetta gengur upp hjá mörgu fólki að finna hvort annað. Ekki nema náttúrulega að fólki sé alveg sama hver það sé svo framarlega sem það er einhver. Kannski er ég bara svona hopelessly romantic? Hins vegar er ég að falla á barneignartíma svo það er spurning hvort ég eigi að slaka á rómantísku kröfunum og huga að góðum genagjafa? En eru góðir genagjafar góðir dráttarklárar? Úff, það er vandlifað í veröldinni.
mánudagur, janúar 06, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli