Það er dálítið merkilegt upplifelsi að vera í erfiðri vinnu og allir halda að maður sé ekkert að gera. Hvað ætli að þetta sé kallað? Lítilsvirðing kannski?
Það er samt ekki eins og þetta sé eitthvað sem ég hef bara haft á tilfinningu. Langt í frá. Um daginn t.d. var verið að bera saman launahækkanir kennara og annarra starfsstétta í sjónvarpinu. Það vill reyndar svo skemmtilega til að samanburðar starfstéttirnar útheimtu ekki háskólapróf til starfans. Til þess að geta verið grunnskólakennari þarf háskólapróf en prófið er einskis virði eins og könnun sýndi hér um daginn. Samfélaginu finnst prófið einskis virði eins og þessi samanburðarfrétt bar klárlega með sér.
Og svo halda allir að maður sé ekki að vinna fullan vinnudag. Merkilegt alveg. Er það vegna þess að tvo daga í viku þarf ég ekki að vera í byggingunni í nema 6 klukkutíma? Ég sit reyndar bara næstum öll kvöld við undirbúning og yfirferð verkefna. Ætli að það sé vegna þess að ég kenni bara 30 stundir á viku? Það er nú reyndar gott líf, ég hef aldrei kennt svona lítið áður. Ég er náttúrulega bara að meðaltali í 5 klukkutíma í kennslu. Það er líka svo auðvelt að kenna að meðaltali 22 börnum í einu. Sérstaklega núna þegar Fræðslumiðstöð predikar einstaklingsmiðaða kennslu. Þar er nú svo ljúft og einfalt að vera með tuttugu og tvöfalt námsefni í gangi tala nú ekki um þegar maður er á einföldu skítakaupi. Ég er náttúrulega bara að þessu af hugsjón. Ég þarf ekkert að lifa neitt, neinei.
miðvikudagur, september 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
GRRRRRRR!!!
SvaraEyðamaður gæti stundum ælt þegar liðið talar fjálglega um gildi menntunar og hvað það sé mikilvægt að skólarnir okkar standist samanburð eða séu helst betri en allir aðrir, en svo má ekki eyða neinum peningum í þetta.
ég er í einum matarklúbbi sem ég er eiginlega hætt að nenna að halda, þar sem umræðan um lötu og hysknu kennarana kemur alltaf þar upp.
Urrrrrrrr!
SvaraEyða