Smiðurinn kom upp í bústað í dag og við systur vorum handlangarar hjá honum. Það er byrjað á grindinni undir klæðninguna. Það er gott, mér líður strax betur að þetta sé byrjað. Var að negla tappa í gegnum spýturnar og í vegginn svo skrúfurnar fái betra tak. Það er bara skrambi erfitt að negla svona. Minnti mig á þegar ég vann einu sinni sem handlangari hjá smið í eina viku, þetta var bara tímabundið verkefni. það var mætt klukkan hálfsjö á morgnana og unnið til sjö hálfátta á kvöldin. Manni finnst nú ekki mikið mál að negla einn nagla en þegar þeir voru komnir upp í 50 og miklu meira eftir þá var mér alveg hætt að lítast á blikuna. Svo fékk ég blöðrur á alla putta. Laumaðist í sjúkrakassann til að teipa og fór svo í hanska utan yfir svo hann sæi ekki umbúðirnar. það var nefnilega beðið um karlmann í verkið og ég vildi standa mig vel fyrir kvenþjóðina.
En þetta var nú ekki svona erfitt í bústaðnum í dag.
sunnudagur, september 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli