fimmtudagur, september 09, 2004
Ég er með þvílíka viðbjóðskýlið á enninu að það hálfa væri hellingur. Það er svo stórt og svakalegt að það er orðið erfitt að halda höfðinu í uppréttri stöðu. Það er svo hrikalega hjúmongus og eld-eldrautt að þetta er orðið issjú í vinnunni. Í þau örfáu skipti sem ég hef fengið smá bólu á mitt annars lýtalausa skinn þá hefur enginn nefnt það einu orði. Og eru þó unglingar í meirihluta í vinnuumhverfi mínu. En þetta er þvílíkur hryllingur að það verður ósjálfrátt eitt helsta umræðuefni dagsins. Það er farið að tala um mig sem ,,Ásta og bólan". Ég er sumsé ekki lengur bara eintala þótt þetta sé nú ekki tvítalan sem ég hafði í huga. Samkennari minn horfði á mig áðan og spurði kurteislega hver hefði verið að skalla mig ósköpin eru þvílík.Og það er ekki nokkur leið að ná greftrinu úr þessu ógeði, hann liggur svo djúpt. Ég er búin að margráðast á ófétið og misþyrma yfirborðinu sem verður bara rautt og voðalegri vessavellandi viðbjóður við hverja árás en hroðbjóðurinn haggast ekki. Ég er alvarlega að íhuga akút aðgerð. Eru lýtalæknar með neyðarsíma?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
ertu búin að prófa pensím? ég drap eina sem leit út fyrir að verða evil um daginn!
SvaraEyðaNei, ég veit ekki einu sinni hvað það er. Fæst þetta í apótekinu? Ég hef prófað neglur, spritt, græðandi, sérhannað bólukrem, nál og logsuðutæki. Ekkert virkar.
SvaraEyðajá, fæst í apótekum án lyfseðils, ekki alveg hundódýrt en endist von úr viti. tekur smá tíma, ekki bara - smyrja á bólu = bóla farin. en samt.
SvaraEyðanýtt, íslenskt, unnið úr fiskiensímum og hefur vísindalega sannaða verkun gegn bólum. (ég er ÓGEÐSLEGA skeptísk á kraptaverkameðul, en þetta virkar)
kannski virkar ekki á þessa ef hún er komin of langt, en gott að eiga til að stoppa þær af þegar maður finnur svona andstyggileg eintök á leiðinni.