mánudagur, nóvember 22, 2004
Alltaf er allt eyðilagt fyrir manni. Ég er nefnilega woman with a plan. Áætlunin er svohljóðandi: Af því að ég er með framhaldsskólakennararéttindi og það er svo erfitt að fá svoleiðis djobb í Reykjavík þá ætlaði ég út á land. Ógift og barnlaus kerling getur farið hvert sem hún vill og gert hvað sem hún vill. Og þar sem ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að það séu fleiri karlmenn en konur á landsbyggðinni þá er ég auðvitað sannfærð um að ég muni loksins, loksins ganga út. Ég er að útlista þessa snilldaráætlun á kennarastofunni í dag þegar samkennari minn sem hefur kennt í framhaldsskóla segir: ,,Sko, málið er að það eru ekkert mikið betri laun hjá framhaldsskólakennurum." Mig rekur náttúrulega í rogastans og heimta nánari útskýringar. ,,Jú, sko ef maður hefur ágæta yfirvinnu í grunnskóla þá slagar það alveg upp í framhaldsskólakennarann." Við við borðið bendum snögglega á að fæst okkar eru með yfirvinnu. Fyrir utan eina undantekningu. Mig. Ái. Þannig að draumur minn um mun hærri laun er skyndilega rokinn út í veður og vind. Nema hvað að við bendum að grunnlaunin eru hærri svo ég þarf þá ekki að vinna alla þessa yfirvinnu. Hann samþykkir þá en segir svo: ,,Jájá, en þá ertu bara með endalausa verkefnabunka. Ritgerðafjöllin yfir höfðinu á þér út í eitt..." og ég veit bara ekki hvað og hvað. Ég bendi þá á þann vinkil að ég ætli nú líka að ná mér í bónda. Samstarfskona mín ein með reynslu úr sveit ákveður að deila henni: ,,Ég man nú þegar einhleypar kennslukonur komu í sveitina þá fylltist hlaðið af bændum.." Ég, ægilega ánægð: ,,Já, einmitt.." ,,...misjafnlega markeraðir með hestafýlu..." Ég: ,,Ha..?" ,,... Ég get nú ekki sagt að mér hafi fundist þetta aðlaðandi umgangskreds." Svo var hlegið. Alveg rosalega. Planið hefur því orðið fyrir ákveðnum skakkaföllum
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Uss, þetta er bara öfundsýki í hinum. Fullt af myndarlegum mönnum úti á landi. Held ég. Eða hvað? :o
SvaraEyða