miðvikudagur, nóvember 24, 2004
Þá er Da Vinci Code námskeiðinu lokið. Þótt presturinn hafi talað mikið á móti bókinni og hrakið flestallt sem Dan Brown heldur fram (ég á eftir að kanna heimildagildi beggja) þá sagði hann samt að Péturskirkjan í Róm ætti heldur að heita Maríukirkja Magdalenu. María er nefnilega postuli postulanna, það var hún sem uppgötvaði upprisuna og bar vitni um hana. Ég fyrirgaf honum talsvert mikið þegar hann sagði þetta. Hann sagði líka að konur hefðu verið mikils metnar í frumkirkjunni og það hefði ekki verið fyrr en um 300 sem karlremban varð algjör. Það er gaman þegar fulltrúi veldisins viðurkennir svona.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli