fimmtudagur, desember 30, 2004
Þar kom að. Ég er greinilega orðin aðeins of kærulaus í fríinu. Ég er náttúrulega í fríi svo ég er bara róleg á því og ekkert að klæða mig upp á svona sérstaklega. Í gær fór ég út að ganga og ætlaði að gera það líka í dag. (Hef reyndar ekki gert það, damn.) Var kölluð út um hádegi til að fara með í gamlársdagsinnkaupin. Þar sem ég geri ráð fyrir að fara síðan í labbitúrinn þá fer ég í gamlar joggingbuxur og regnstakkinn. Þegar við litla systir erum að fara í innkaupin kemst ég að þeirri niðurstöðu að regnstakkurinn sé of einangrandi fyrir Hagkaup svo ég gríp gamla, götótta lopapeysu af litlu systur. Úti í Hagkaup hittum við svo frænfólk. Eftir hittinguna þá nefni ég það við systur að ég sé nú ekki mjög smart. Þá kemur hjá: ,,Já, ég var einmitt að spá í hvað væri í gangi hjá þér. Þú ert farin að verða ansi casual." Ó, vei. Ég er orðin undarleg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli