Þá er jólafríið byrjað fyrir alvöru. Varð innlyksa hjá mútter, Snotru til mikillar gleði. Hún svaf til fóta hjá mér í alla nótt. Svo þegar ég vaknaði í ofnæmisandnauðinni í morgun þá var hún voða góð að hugga mig með því að nudda sér upp við andlitið á mér. Ókey, ekki alveg það sem virkar, litli ofnæmisvaldur. Mikið er púst dásamleg uppfinning.
Þar sem sjónvarpið mitt er svo gamalt þá get ég ekki tengt DVD spilarann við það (sko, ég bara neyðist til að kaupa mér nýtt sjónvarp) svo ég er búin að hanga hjá mútter og Snotru í allan dag að horfa á Friends-seríu nr. 2 sem ég fékk í jólagjöf. Mér finnst ekkert leiðinlegt að fá svona daga. Þeir mega auðvitað ekki vera of margir en nokkrir við og við er fínt.
þriðjudagur, desember 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli