Ford Orion '87 fór til Hringrásar í dag. Hann fraus á aðfangadag og ég hef ekki komið honum í gang síðan. Ég verð eitthvað fáránlega sentimental yfir bílum. Held þetta komi til af Plymouth-num sem pabbi átti.
Þetta var fyrsti og eini bíllinn sem pabbi keypti nýjan úr kassanum og hann tímdi aldrei að láta hann. Afturhjóladrifinn dreki sem stóð heilan vetur uppi á plani því hann komst ekkert í snjónum. Þá keypti pabbi negld á hann og hann var fær í flestan sjó. fyrirtækið sem pabbi vann hjá setti jeppa undir rassinn á honum og þá stóð plimminn aftur uppi á plani með ónýtan vatnskassa. Ég var búin að finna verkstæði (ferlega fínt verkstæði) og kom bílnum þangað og lét laga hann og mátti vera á honum eftir það. Svo þegar pabbi karlinn dó '96 þá gaf mamma mér bílinn. Ég fór á honum út um allt á nagladekkjunum og spamderaði viðgerðum á hann eftir þörfum. En hann þjálfaði auðvitað upp hjá sér persónuleika með árunum. '02 var eitthvað vesen á honum, ég þurfti að bíða eftir varahlut í lengri tíma og þá gaf bremsan sig. það var gert við það en þá hafði eitthvað frosið á honum annað. Ég kom honum yfirleitt í gang á endanum eða kom honum á verkstæðið mitt sem bjargaði málunum en... Í þetta skipti hafði ég asnast til að ná mér í kærasta. Og kærastinn fullyrti að hann gæti gert við bílinn. Svo leið og beið. Og beið og leið. Og leið og beið. Og svo slitnaði upp úr hjá mér og kærastanum. Eftir það kom ég drossíunni ekki í gang. En nokkrum mánuðum seinna var hringt á dyrabjöllunni hjá mér og þar var kominn miðaldra maður sem langaði í bílinn því fyrir honum eru engir bílar til nema amerískir. Svo ég gaf gaurnum bara bílinn og hann fiktaði í honum eitt síðdegi og kom honum í gang með einhverjum tilfæringum. Ég var voða ánægð að burrinn minn hefði fengið nýja pabba svo ég þyrfti ekki að fleygja honum.
En Fordinn blessaður var tímabundin lausn og stóð alveg undir væntingum.
(þessi færsla varð miklu lengri en hún átti að verða þegar ég byrjaði.)
þriðjudagur, janúar 18, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli