mánudagur, janúar 17, 2005

Nokkur atriði:

Ég komst að þeirri niðurstöðu að sælgætisfíkn mín stafaði af því að ég borðaði ekki nóg. Svo undanfarið hef ég borðað hollan og góðan mat en ekkert sælgæti. Eitthvað var þetta vitlaust hugsað hjá mér því ég er að fitna!

Ég hef verið föst í vinnunni framyfir fimm undanfarið vegna prófatilbúnaðar og líður eins og ég hafi verið að kreista síðustu blóðdropana úr heilaberkinum.

Samstarfskona mín sagði áðan þegar við vorum að ræða um lífið og tilveruna og af hverju maður ætti að njóta líðandi stundar: ,,Maður veit aldrei hvar maður dansar næstu jól" og tók mig gjörsamlega á taugum.

Stúlkan í íbúðinni við hliðina á mér á karókí-græju og er búin að spila og syngja I love the nightlife, I love to boogie sjöhundruðogfimmtíu sinnum og ER AÐ GERA MIG BRJÁLAÐA!!!!

Ef þið lesið það í blöðunum á morgun að ung stúlka hafi kafnað þegar miðaldra, pipruð nágrannakona hennar tróð hljóðnemanum ofan í kokið á henni og vatt svo snúrunni utan um hálsinn á henni og herti að þá var það ég.

I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie,.... ARGHH!!!!!

1 ummæli:

  1. Maður er orðin alveg ruglaður á hvað má og má ekki borða. Ég borða bara yfirleitt það sem mér sýnist og er holdafarið að vísu eftir því.

    Ef þig vantar fjarvistasönnun, þá skal ég fúslega veita hana.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...