Ég er orðin popular by association. Ég nefnilega umgengst nýtt sjónvarp og allt í einu er orðið mjög gestkvæmt hjá mér. Nei, ég er ekki að kvarta, bara að fíflast.
Þar sem fjölskyldan nennti ekki að horfa á söfnunina í gær var ákveðið vídeókvöld hjá mér. Fyrst horfðum við á The Spepford Wives sem var ágæt en hefði mátt vera betri. En svo horfðum við á Monster (Nema yngsti meðlimurinn auðvitað sem fékk að dunda við annað á meðan) sem er byggð á ævi Aileen Wuornos. Mikið rosalega var hún góð! Og svakalega hlýtur Charlize Theron að vera góð leikona fyrst henni tókst að leika ljóta, leiðinlega, heimska og morðóða manneskju og maður var samt með samúð með henni.
Svo gisti litla frænka hjá mér og við héldum áfram með löngu-útgáfu-maraþonið af Hringadróttinssögu. Afskaplega ljúf helgi.
sunnudagur, janúar 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli