laugardagur, janúar 22, 2005

Ég vil endilega halda í þjóðlegar hefðir og vera þjóðrækin og allt það. En... Ég er ekki alveg viss um þetta Þorra dæmi. Reyndi að borða svið áðan og þetta er svo feitur matur að ég get bara rétt borðað neðri hlutann. Svo er mér hálfilla við að horfast í augu við matinn minn. Allt súrsað finnst mér vont svo þá er frekar lítið eftir. Styð það samt alltaf að þetta sé keypt einu sinni á ári en núna er maturinn nánast ósnertur. Á ég að skipta um skoðun og hafna þorramat næsta ár? Ég bara hreinlega veit ekki. En ég hef auðvitað ár til ð velta því fyrir mér.

2 ummæli:

  1. Þorramatur er ógeð. Ég er löngu hætt að kóa með hinum vitleysingunum og læt þennan hrylling ekki inn fyrir mínar varir. Þó að forfeður okkar hafi ekki átt ísskápa er engin ástæða fyrir okkur að þjást. Langbest bara að sleppa þessu alveg.

    SvaraEyða
  2. Já, ég held ég taki þann pól í hæðina. Ósúr lifrapylsa og svínasulta er ágætt en þar með er það upptalið.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...