Kenndu mér
Kenndu mér að kyssa rétt,
og hvernig á að faðma nett,
hvernig á að brosa blítt
og blikka undurþýtt.
Ég sem er svo óreynd enn,
af ástarþrá ég kvelst og brenn.
En tækifærin fæ ég ei
því flestir segja nei.
Vona minna fagra fley
er flotið upp á sker.
Þú veist að gjörvöll gæfa mín
er geymd í hendi þér.
Kenndu mér að kyssa rétt,
og hvernig á að faðma nett.
Þú færð að launum ástarhyl,
það er allt sem ég á til.
Höf: Skafti Sigþórsson.
miðvikudagur, mars 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Loksins tekst mér að kommenta hjá þér:-)
SvaraEyðaTextinn er eftir Skafta Sigþórsson en lagið er erlent og ég veit því miður ekki eftir hvern það er.
Takk. Ég var með þetta lag gjörsamlega á heilanum um daginn svo ég ákvað að skella því inn. Fletti því upp á netinu en það vantaði höfundanafnið. Athugaði á tveimur stöðum en það var sama sagan.
SvaraEyðaÉg ákvað að leyfa ekki nafnlausar athugasemdir því það eru því miður svo margir sem kunna ekki á frelsið og þurfa að fá útrás með einhverjum skítakommentum og ég hreinlega nenni ekki að standa í svoleiðis. En því miður hefur það í för með sér að fullt af fínu fólki sem er ekki með blogspot getur ekki kommentað.