sunnudagur, mars 13, 2005

Ég smellti mér aftur á bókamarkaðinn í dag. Síðast keypti ég nefnilega bara einn árgang af Tarzan-blöðum en árgangurinn er bara á 800 kall. Búið að ónáða mig alla vikuna að hafa ekki keypt fleiri. Tarzan áhuginn er eitthvað sem ég deildi með föður mínum. Þeir bræður áttu Tarzan bækurnar á sínum tíma (einhverjir aðrir voru á undan mér að nappa þeim) en í eitthvert skipti 1979 þegar við pabbi vorum að kaupa einhvers staðar sjáum við Tarzan blað. Þetta var fyrsta blaðið sem var gefið út og ég keypti þó nokkurn slatta af þeim í gegnum tíðina þótt aldrei hafi ég gerst áskrifandi. Svo leið tíminn eins og hann hefur tilhneigingu til að gera og móðir mín setti blöðin ofan í sængurfataskúffu. Vill ekki betur til en rúmið er opið að aftanverðu og þessi dama

Ah, góður ilmur.

kemst í blöðin og finnst svona líka svakalega gaman að brýna klærnar á þeim! Ég hefði getað grátið þegar ég kom að öllum tætlunum. En nú hefur því verið reddað. Lífið er gott.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli