þriðjudagur, mars 15, 2005

Ósköp er maður latur eitthvað og dofinn. Eina lífið sem færist í mann er pirringsviprur yfir einhverju ómerkilegu. Ég nenni alla vega ekki að fara yfir enskuprófin, reyni að ná því á morgun. Er að fara í starfsviðtal á morgun. Er voða ánægð í vinnunni minni (fyrir utan launin, vitanlega) og held áfram að vera hamingjusamasti kennari á jarðríki ef ég fæ að kenna áfram bara íslensku og ensku. Vil alls ekki og engan veginn kenna samfélagsfræði. Ég hata landafræði!
Fékk þær gleðifréttir í dag að það væri allt í lagi með pípulagnir stigagangsins. Fínt, þá getum farið að mála og skipta um teppi og hurðir og... safnað skuldum. Ég ætla samt ekki að vinna í sumar. Neibb!
Ætla í rúmið með Tarzan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...