,,Ja, nú er það svart, maður," sagði karlinn þegar hann leit út um gluggann. ,,Allt orðið hvítt."
Það er svo sem vel við hæfi því ég var loksins að setja inn jólamyndirnar á Flickr síðuna mína og get þ.a.l. sagt söguna af nýjustu kattameðlimum fjölskyldunnar.
Litla systir mín er mikil hestakona og var á ferðalagi að skoða hross úti í sveitum. Á bæ einum er lítill kettlingur sem býr úti í fjósi ásamt mömmu sinni og henni er boðinn en hún stenst það. Þegar hún og ferðafélagar eru að fara þá sér hún mömmuna og heyrir að það sé álitið að hún sé aftur orðin kettlingafull enda tveir högnar búsettir á staðnum. Þá brestur hjartað í litlu systur og hún og hún segist taka kettlingin ef hún fái mömmuna líka og verður svo.
Þar sem mjög ákveðin valdabarátta ríkir á milli katta heimilisins þá olli viðbótin talsverðu uppnámi og endaði með að nýbúarnir voru lokaðir inni á herbergi. Enda mamman í viðkvæmu ástandi. Svo leið og beið en ekkert bólaði á kettlingunum. Á meðan höfðu kettlingurinn sem fékk nafnið Júlía og litla frænka sem var tíður gestur á þessum tíma myndað gott samband. Svo kom það upp úr dúrnum að mamman sem fékk nafnið Karólína var ekkert kettlingafull, sem betur. En þá stóð eftir að kattarstöður heimilisins eru meira en fullskipaðar og ákveðin vandræði sem lutu að nýju meðlimunum. Hins vegar var farið að líða að jólum og litla frænka og Júlía góðar vinkonur. Stærri litla frænka hafði alist upp með Kleópötru og hafði saknað hennar sárt þegar hún þurfti að kveðja heiminn. Þannig að hugmynd kviknaði og rætt við stóru systur sem gaf blessun sína. Á aðfangadag voru svo kisumæðgurnar svo gripnar og sett rauð slaufa um hálsinn sem á var fest Til og Frá kort. Að vísu þurfti að leita leita uppi slaufurnar nokkrum sinnum og binda aftur en það er bara eins og gengur.
Stærri litla frænka tók tíðindunum með stóískri ró en litla frænka var mjög ánægð að frétta að hún væri nú orðin formlegur eigandi Júlíu.
Hér er mynd af stelpunum með jólagjafirnar sínar.
Jólagjafir

Þær eru auðvitað innikettir vegna aðstæðna en Júlía lætur það ekkert á sig fá og getur alveg klifrað í trjám þrátt fyrir það.
Tréköttur
Þetta er kallað að laga sig að aðstæðum.

Þær eru mjög ánægðar á nýja heimilinu.
Prinsessur á bauninni
Sérstaklega að losna við hin fjórfættu skrímslin sem gerðu ekki annað en að setja fyrir þeim og ráðast á þær til að verja yfirráðasvæðið sitt. Júlía á það líka til að spila á píanóið fyrir heimilisfólk á næturna ef það gleymist að loka því á kvöldin.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir