þriðjudagur, maí 24, 2005

Það er merkilegt hvernig vaninn og utanbókarlærdómurinn fer með mann. Nú hef ég aðallega kennt islensku og ensku og hef talað um það við nemendur að enskan sé ekki skrifuð eins og hún er borin fram. Hins vegar hefur mér alltaf fundist íslenskan vera þannig. Í dag kom ég aðeins að því að kenna lestur og það er bara miklu meira en að segja það að læra að lesa. Fyrst fórum við í gegnum hvað stafirnir hétu og hvað þeir segðu. Það var alveg á kristaltæru svo þá var byrjað að lesa. Setningin: ,,Hvað varstu að segja?" hljómar nógu einföld en fyrir barn sem er að læra að lesa þá er hún dálítið snúin. Hún er nefnilega borin fram : ,,Kvað vastu að seija?" Og það eru fleiri orð sem eru til vandræða. Er búin að öðlast aðeins meiri skilning á lestrarörðugleikum.

1 ummæli:

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...