föstudagur, maí 27, 2005
Ég er yfir mig hneyksluð. Fór út að borða með nemendaráðinu á Pizza Hut og þá var einn drengurinn að segja mér það að hann hefði sótt um í bakaríinu í hverfinu. En hann fékk neitun af því að Bakarameistarinn ræður ekki drengi til afgreiðslustarfa, einungis stúlkur. Þegar ég fer að hugsa um það þá get ég fullyrt með 99% vissu að það hefur aldrei afgreitt mig drengur í einu einasta bakaríi en alveg aragrúi stúlkna á aldrinum 14-18 ára. Svo slæðist ein og ein kona inn á milli. Þetta er náttúrulega ekkert nema kynjamisrétti og ég hef fullan hug á að kvarta undan þessu. Veit ekki alveg hvert ég á að leita. VR eða jafnréttisráð...?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Eflaust er það meiningin. En ég hélt að krakkar á aldrinum 14-18 væru hálf réttindalausir hvors kyns sem þeir væru og á lélegum launum. Hvernig sem það er þá er drengnum klárlega hafnað vegna kynferðis. Það er hreint og klárt kynjamisrétti og ekkert annað.
SvaraEyða