fimmtudagur, maí 26, 2005

Það hafðist loksins að sækja um nýtt vegabréf. Var að komast á seinasta snúning með þetta og er stórum létt. Það kom ónefnd ljósmyndastofa í skólann fyrir ca. tveimur mánuðum síðan og tók myndir af öllum, nemendum, bekkjum og starfsfólki. Myndirnar eru ekki komnar. Ég pantaði að vísu ekki myndir en hélt ég gæti fengið þær núna þegar þetta vegabréfavesen kom upp á. Búin að hringja og senda email á tvö netföng en ekkert svar. Að vísu skilst mér að samband hafi verið haft við skólastjórnendur og myndirnar eigi að koma á föstudaginn. En mínar verða auðvitað ekki þar í því það er ekki hægt að panta eftir á greinilega. Svo ég fór bara niður á Hlemm og í Svipmyndir á svipstundu og fékk alveg ágætis mynd af mér. Er með opin augun og lít ekki út eins og drunk skunk. Það fellur undir afrek.
Ég er að verða svo örvæntingarfull í þessu megrunarmáli að mér datt í alvöru í hug að fara á Herbalife. Hætti nú samt snarlega við það og hef nú ákveðið að fara í Trimform í staðinn. Við skulum hafa það á hreinu að ég ætla ekki að hafa fyrir þessu!
Börnin ultu ekki ofurölvi út úr tímanum hjá mér en nú þekkja þau vínglösin og kunna að umhella og láta rauðvínið anda og svona. Kæla hvítvínið ekki rauðvínið. Ekki blanda kók í viskíið! Ég fór nú samt aðallega í almenna borðsiði og siðvenjur á veitingastöðum. Hnífapörin og sérvétturnar og svoleiðis dót. Var ekki bara að tala um vín:)
Bíð spennt eftir svari frá utanbæjarskólanum.

2 ummæli:

  1. ég fór til Báru og tókst að tapa 16 kílóum. Þurfti að hafa fyrir því, jú. Herbalife, ojbjakk. 4-5 kíló komin aftur. nú skulu þau af, jamm (garg)

    SvaraEyða
  2. Ég hef heyrt góða hluti um Báru. Ætti kannski að prófa það. O, ég veit, þetta kostar blóð svita og tár. Það er bara svo gott að boooorðaaaa.....

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...