fimmtudagur, ágúst 25, 2005
Í dag stofnuðu vinnufélagar mínir Mannafundanefnd í mína þágu. Fóru fram á og fengu, að sjálfsögðu, fullt umboð. Það var hintað eitthvað svona fínt að þessu fyrst og ég tilkynnti formlega að búferlaflutningarnir væru vegna þess að ég ætlaði að ná mér í mann. Fólki fannst bara ágætt að þetta lægi fyrir, yfirleitt væru aðfluttar, einhleypar konur eitthvað viðkvæmar fyrir þessu. Ég skil það nú ekki. Hélt það væri fullkomlega eðlilegt að kona vildi mann. Þarna voru nefndir nokkrir menn svo það eru greinilega einhverjir einhleypir hér á sveimi. Það þykir mér ánægjulegt. Það er víst líka gefið út eitthvað blað um fjárbændur þar sem birtar eru af þeim myndir og liggur nú fyrir að finna þetta blað svo ég geti fengið að skoða myndir. Einnig mun vera sterkur leikur að ganga í kvenfélagið og koma sér í sem flestar kaffinefndir því erfidrykkjur ku vera mjög góðar til mannaveiða. Kvenfélagið sér sem sagt um erfidrykkjur. Ég er klárlega á leiðinni í kvenfélagið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Bara pöntunarlisti með myndum! Brill. :)
SvaraEyðaÞað þyrfti að vera svona blað í bænum líka.
Þetta hlýtur að ganga!
SvaraEyðaÞað verður spennandi að fylgjast með þessu. Þær vita greinilega sínu viti í sveitinni.
SvaraEyða