föstudagur, ágúst 26, 2005

Eini gallinn við nýju vinnuna mína (so far) er að þar sem ég kenni allt þá verð ég náttúrulega að kenna raungreinar líka. Sem yfirlýstur húmanisti og stærðfræðihatari þá henti ég bókunum út í horn strax eftir stúdentspróf. Og í máladeild tekur maður stúdentspróf í stærðfræði í 5. bekk. Nú þarf ég að dusta rykið af tölunum. Um helgina. Ái.
Til að hugga mig í þessum hörmungum ætla ég að birta þessa dásamlegu mynd af foladsmerum litlu systur (hún á þær ekki alveg allar samt). Þegar folöld leggja sig þá standa mömmurnar yfir þeim og passa þau. Er hægt að vera sætari? Don't think so.

4 ummæli:

 1. Þú átt ALLA mína samúð. Það þyrfti mikið til þess að fá mig til að opna stærðfræðibækurnar á ný.

  SvaraEyða
 2. Ég hata stærðfræði! Ég er eiginlega að lenda í vandræðum með að hjálpa unglingnum mínum með stærðfræðina, því ég virðist hafa lokað eyrunum í stærðfræðitímum.

  SvaraEyða
 3. Ég var reyndar alveg ágæt í grunnskólastærðfræðinni. En svo blossaði þetta antipat upp í menntó. Þetta stærðfræðisnobb hefur alltaf farið í taugarnar á mér. Hins vegar er ég núna með nemendur sem taka samræmt próf í stærðfræði í vor. Og þeir munu ná því! Vel! Þótt ég þurfi að reikna non-stop í allan vetur!

  SvaraEyða
 4. Hvaða hvaða, stærðfræðin er svo skemmtileg. Ég er viss um að þú rúllar þessu upp.

  SvaraEyða