sunnudagur, ágúst 21, 2005

Fyrirspurn.
Ef einhver veit um bragfræði fyrir imbasíl, hvort sem það er bók eða vefsíða þá þætti mér vænt um að vita um hana. Ég er í ,,hrynjandi" vandræðum. Er þó bæði með bók Óskars Halldórssonar og Ragnars Inga.

6 ummæli:

 1. nei, sorrí, mín er innbyggð.

  SvaraEyða
 2. æ, úff hvað þetta hljómaði montið :-( sorrí!

  SvaraEyða
 3. Ljóðmál er sögð aðeins léttari en Óskar.

  SvaraEyða
 4. Þú getur reynt að skoða Bragfræðivef Halls, http://www.ismennt.is/not/hbr/, eða bragfræðivef Jóns Ingvars, ,http://www.heimskringla.net/ Á vef Jóns Ingvars er Rímbankinn, gagnvirk rímorðabók, sem gæti komið sér vel ef þú ætlar að kenna bækur Ragnars Inga.

  Svo er til bragfræðiefni á geisladiski + bók, heitir Óðfræðiágrip og er eftir Kristján Eiríksson og Jón Braga Björgvinsson. Veit ekki hvar þetta fæst (ekki mitt svið / áfangi) en þú getur skrifað Kristjáni Eiríkssyni, kei@mh.is, og spurt hann ef þú hefur áhuga.

  Vona að eitthvað af þessu komi að gagni, sjálf kenni ég nánast enga bragfræði nema forna hætti og er því ekki með þetta dót á hraðbergi.

  SvaraEyða
 5. Takk kærlega. Þríliðirnir hafa verið mér til vandræða en ég held ég hafi verið að fatta eitthvað:) Vefur Jóns Ingvars er imbasílvænn.

  SvaraEyða
 6. Þurftir þú ekki að þylja "This is Aunt Agatha's furniture, Marjorie, she doesn't like it and neither do we" í réttum takti í málverinu úti á Aragötu? (Enskudeildinni) Það eru einmitt svo ágætir þríliðir í þeirri setningu, borinni fram á staccato-received pronounciation ;)

  SvaraEyða