Það er byrjað að hausta in the Main Valley eins og sést á þessari mynd.
Haust
Snjórinn er kominn langt niður í hlíðar.
Kýrnar vinkonur mínar neituðu að sitja fyrir og halda sig á bak við. Hins vegar fór ég í heimsókn í fjósið á Árbót og klappaði kálfum. Öll strákanautin sem eru á leið í sláturhúsið fyrir jól. Ég ætla að halda áfram að trúa því að kjöt sé ræktað á trjánum. Það eru líka pínulitlir kálfar sem eru náttúrlega bara með því sætasta sem maður hefur séð. Hjá þeim var eitt svín í sjúkraplássi. Ég þekki núna muninn á Galloway nauti og íslensku. Við ákváðum sem sagt að hreyfa okkur aðeins fyrst það kom smá hlé á vonda veðrinu. Það er líka nauðsynlegt.

Ummæli

  1. En þekkirðu mun á bragðinu?

    SvaraEyða
  2. Nei, það geri ég ekki. Þetta er líka kynblandað, ég held það hafi ekki verið neitt hreinræktað þarna. Er munur á bragði?

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir