miðvikudagur, ágúst 03, 2005

,,NEVER LOSE SIGHT OF THE GOAL!"

Stóra systir er að hjálpa mér að pakka. Hún er mjög týpískur frumburður, rösk og dugleg, svo í rauninni er hún að pakka og ég að bora í nefið. Síðastliðnir tveir dagar hafa farið í það að pakka bókum. Það eru 17 kassar af bókum frammi á gangi núna og sex niðri í kompu sem ég ætla að skilja eftir. Að vísu er ekki alveg búið að pakka öllum bókunum en eftirhreyturnar ná ekki nema í einn eða tvo kassa. Stóru systur finnst ég eiga dálítð mikið af bókum. Ég er ekki sammála því. En skv. feng shui þá koma bækurnar mínar og uppröðunin á þeim í veg fyrir að ég gangi út. A-ha. Ég raða ekki nógu sambandsmiðað í íbúðina. Ég er með tvíbreitt rúm en hinn helmingurinn er yfirleitt undirlagður af bókum. Og ekki nóg með það: Heldur er ég með bókaskáp inni í svefnherbergi sem er í sambandshorninu. Ef ég hef skilið þetta rétt þá þýðir þetta að the important other in my life eru bækur. Ókey.
Stóra systir: Þú mátt ekki setja bókaskáp í sambandshornið fyrir norðan.
Ég: Já en..
Stóra systir: Til hvers ertu að fara norður?
Ég: Öh...
Stóra systir: Ertu ekki að fara til að ná þér í mann?
Ég: Jú.
Stóra systir: NEVER LOSE SIGHT OF THE GOAL!
Svo hlógum við báðar eins og vitleysingar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...