föstudagur, ágúst 05, 2005

Hringdi í Stöð 2 í gær. Stöð 2 næst í Aðaldalnum og Sýn en ég hef vissulega ekki áhuga á Sýn. Bíóstöðin næst ekki, Stöð 2+ næst ekki og auðvitað engar gervihnattastöðvar. Það nást sennilega örfáar útvarpsstöðvar. Great. Kosturinn er auðvitað sá að ég get einbeitt mér að eiginmannsleitinni.

6 ummæli:

 1. Þetta verða mjög frumstæðar aðstæður. Þú verður greinilega að finna þér einhver ný áhugamál td. prjóna lopapeysur eða safna frímerkjum.

  SvaraEyða
 2. Hvar er Aðaldalur?
  Eitt ráð: Ekki prjóna lopapeysu á mann of snemma í sambandinu. Er ekki vídeóleiga í Aðaldalnum?

  SvaraEyða
 3. Þetta var nú nokk töff hjá þér að komast í DV:D Ég allavega skemmti mér konunglega í matartímanum mínum í vinnunni þegar ég sá þetta.. saved my day..
  og Ég bara "hehh ég þekki hana"!
  Töffari..
  kveðja Hrund
  fyrrv. fyrrv. nemandinn þinn...

  SvaraEyða
 4. Ha! Hvenær var ég í DV? Og hvers vegna?

  SvaraEyða
 5. Ásta, bloggið þitt kom í DV. Það var í þarna "Úr bloggheiminum". Til hamingju :) Kv. Hrafnhildur, annar fyrv. nemandi :)

  SvaraEyða
 6. já.. akkúrat þessi færsla..
  Það var meira að segja mynd af þér með og allt.
  En þeir tóku þarna ljósmyndastofumyndina þína (held ég, allavega fín mynd með hvítan bakgrunn)
  En já mér fannst þetta nokkuð skondið;)
  Gangi þér vel í eiginmannsleitinni, sem öll þjóðin veit orðið af (en hey nú þegar frægðarstjarnan skín skærast þá ætti það nú að ganga eitthvað. Gæjarnir í AÐALdalnum eru farnir á kreik!
  Be careful;) hehe
  HrunslaN

  SvaraEyða