fimmtudagur, september 15, 2005

Bar upp heimasíðuvandræðin við skólanemendurna. Þeir könnuðust ekki við neinar ókeypis heimasíður neins staðar en stungu upp á blog.central. Héldu að sú útgáfa myndi henta svona námssíðu best. Er að velta þessu fyrir mér. Fer aðallega samt í taugarnar á mér.

1 ummæli:

 1. Til að gleðja Láru, mína góðu vinkonu, bendi ég á Hexíu-blogg, sem ku vera nýjasta trendið ;) Sjá http://www.hexia.net (borgar sig að velja íslenska fánann á valmiða til vinstri því þá koma upp upp mun skiljanlegri leiðbeiningar.) Hexía er í grunninn blogg og þú getur séð dæmi um svoleiðis blogg af ensku upphafssíðunni. Hægt er að stofna ókeypis Hexíu-blogg. Ég mæli ekki með blog.central.is því umferðin þar er hræðileg seinnihluta dags og á kvöldin.

  Ódýrasti innlendi kosturinn í vefhýsingu er http://vefhotel.com/ eftir því sem ég best veit.

  Til er fjöldi útlendra servera sem bjóða hýsingu á vef sem þú sérð ef þú slærð inn leitarorðin Free hosting web í Google.

  Svo bendi ég á ævagamalt kennsluefni eftir sjálfa mig um vefsíðugerð í Netscape Composer (sem er ókeypis) á http://www.kennari.is/vefsidugerd/index.html :)

  Gangi þér svo vel ...

  Harpa

  SvaraEyða