þriðjudagur, október 11, 2005
Dröslaðist í vinnu í dag og hafði það þokkalegt fram eftir degi. Hef að vísu enga matarlyst sem er 0ryggt sjúkdómseinkenni. Það er bara eitthvað sjúkt við það að langa ekki til að borða. Keyrði svo á 20 til Húsavíkur til að fjarfesta í kóka kóla sem ég hef eftir öruggum heimildum að sé gott í maga. Hér er sem sagt hvorki skafið sandað né saltað. Doesn't seem like it alla vega. Þegar ég kom heim réðst pestin á mig og ég hörfaði undan upp í rúm. Þetta er búin að vera mjööög langvinn pest og ef mér batnar ekki á morgun gríp eg til örþrifaráða. Eins og leita læknis eða eitthvað svoleiðis. Veit ekkert hvað er um að vera í þjóðfélaginu en sýnist a því litla sem ég hef séð að sápuóperan sé á fullri fart. Þá hef ég ekki misst af miklu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Nýverið fórum við yngri sonurinn til Reykjavíkur þar sem hann fór á námskeið. Ég er að undirbúa hann fyrir forsetaframboð, ég ætla mér að ve...
Samúðarkveðjur. Er líka með pest. Ekki gaman.
SvaraEyðasama hér, síðasta vígið féll í gærkvöldi (eldri dóttirin)
SvaraEyðalátum okkur batna og það sem fyrst!