Dröslaðist í vinnu í dag og hafði það þokkalegt fram eftir degi. Hef að vísu enga matarlyst sem er 0ryggt sjúkdómseinkenni. Það er bara eitthvað sjúkt við það að langa ekki til að borða. Keyrði svo á 20 til Húsavíkur til að fjarfesta í kóka kóla sem ég hef eftir öruggum heimildum að sé gott í maga. Hér er sem sagt hvorki skafið sandað né saltað. Doesn't seem like it alla vega. Þegar ég kom heim réðst pestin á mig og ég hörfaði undan upp í rúm. Þetta er búin að vera mjööög langvinn pest og ef mér batnar ekki á morgun gríp eg til örþrifaráða. Eins og leita læknis eða eitthvað svoleiðis. Veit ekkert hvað er um að vera í þjóðfélaginu en sýnist a því litla sem ég hef séð að sápuóperan sé á fullri fart. Þá hef ég ekki misst af miklu.

Ummæli

  1. Samúðarkveðjur. Er líka með pest. Ekki gaman.

    SvaraEyða
  2. sama hér, síðasta vígið féll í gærkvöldi (eldri dóttirin)

    látum okkur batna og það sem fyrst!

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir